Innlent

Björgunarsveitir aftur kallaðar út vegna vélarvana báts

Andri Eysteinsson skrifar
Báturinn sem um ræðir varð vélarvana fjórum sjómílum af Garðskagavita.
Báturinn sem um ræðir varð vélarvana fjórum sjómílum af Garðskagavita. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Eftir borist höfðu tvær tilkynningar um vélarvana báta úti fyrir Íslandsströndum í dag hefðu margir talið að slíkum verkefnum björgunarsveita landsins væri lokið í bili. Allt kom þó fyrir ekki því klukkan 17:29 barst þriðja tilkynning dagsins um vélarvana bát.

Í þetta skipti var um að ræða bát staddan fjórar sjómílur vestan af Garðskaga og var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði kallað út ásamt björgunarsveitarmönnum.

Áður höfðu björgunarskipin Kobbi Láka frá Bolungarvík og Gísli Jóns frá Ísafirði haldið til bjargar strandveiðibáts austur af Horni og skipið Sigurvin frá Siglufirði sinnti samskonar útkalli vegna báts í mynni Eyjafjarðar.

Hannes Þ Hafstein var kallaður út vegna báts á strandveiðum en leki var kominn að bátnum en einn er um borð. Nærstaddur bátur var kominn á vettvang og verið er að flytja dælur frá landi að bátnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×