Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2020 12:16 Sveinn Björnsson fyrsti forseti Íslands lést í embætti eftir átta ára setu í embætti. Af öðrum fyrrverandi forsetum er Kristján Eldjárn sá eini sem ekki bauð sig oftar fram en þrisvar og sat á Bessastöðum í tólf ár. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira