Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 19:20 Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira