Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal gesta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2020 20:30 Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29