Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal gesta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2020 20:30 Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29