Innlent

Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt eldinn færður fyrir dómara í byrjun mánaðarins.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt eldinn færður fyrir dómara í byrjun mánaðarins. Vísir/Vilhelm

Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní. Samkvæmt Fréttablaðinu koma þessar upplýsingar fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt eldinn.

Ekki hafði verið rætt við hann enn vegna andlegra veikinda hans, samkvæmt úrskurðinum frá 15. júlí. Hann hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 3. júlí.

Grunur leikur á að maðurinn hafi ausið eldsneyti á gang hússins, áður en hann kveikti í.

Brotin gætu varðað allt að ævilöngu fangelsi en ekki minna en fimm ára fangelsi. Í úrskurðinum segir einnig að ótækt sé að maðurinn gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarlegt brot.

Fólkið sem lést voru pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri sem störfuðu hér á landi. Íbúar hafa sagt að þeir hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna aðstæðna í húsinu sem hafi verið illa farið og að brunavörnum hafi verið ábótavant.


Tengdar fréttir

Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala

Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks.

Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×