Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 12:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04
Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28