Innlent

Norðan­áttin „gerir sig aftur heiman­komna“

Sylvía Hall skrifar
Búdda stúba
Búdda stúba

Búist er við norðlægri átt á landinu um helgina með allt að þrettán metrum á sekúndu. Lítilsháttar væta verður á Norður- og Austurlandi en hvassast á Vestfjörðum.

Þá er spáð skúrum í öðrum landshlutum en samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands mun norðanáttin „gera sig aftur heimankomna“ um helgina. Þá verður allhvasst norðvestan til og á Suðausturlandi með tilheyrandi úrkomu, mest á sunnudag.

Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað með köflum en smá skúrir og þægilegur hiti. Þá dregur úr vindi og rofar til eftir helgi en þó áfram strekkingur og svalt með austurströndinni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðaustan 8-15 m/s og súld eða rigning með köflum, hvassast á Vestfjörðum, en hægara og þurrt að kalla SV til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-landi.

Á sunnudag:

Norðaustlæg átt, 10-15 m/s með rigningu, en þurrt að kalla V-lands. Kólnar lítillega fyrir norðan.

Á mánudag og þriðjudag:

Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast austast. Skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á miðvikudag:

Vestlæg átt með lítilsháttar vætu við V-ströndina, en annars þurrt að mestu og hlýnandi veður.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir vaxandi sunnan- og suðaustanátt og fer að rigna S til undir kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.