Framleiðandi Hjartasteins getur ekki orða bundist eftir gagnrýni föður Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 19:52 Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, þakkar hér fyrir sig á alþjóðlegu Molodist kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu þar sem Hjartasteinn tók þrenn verðlaun. Mynd/Volodymyr Shuvayev Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar. Faðirinn sagði í Facebook-færslu og seinna í viðtali við Mannlíf að fjórtán ára sonur hans hefði unnið fyrir þá Anton og Guðmund í marga mánuði til þess eins að vera tilkynnt að hann hlyti ekki aðalhlutverkið. Varaði maðurinn, Guðmundur Kárason, við gylliboðum framleiðandanna. Í viðtali við Mannlíf fór hann dýpra í málið og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu skilið eftir sviðna jörð víðar. Sagði Guðmundur að mennirnir kæmust alltaf upp með hegðun sína þar sem enginn segði neitt við henni. „Ég hef aldrei kynnst svona hroka eða yfirgangi. Þessir menn eru íslenskri kvikmyndagerð til háborinnar skammar og ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum,” sagði Guðmundur í viðtali við Mannlíf. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni, segist finna sig knúinn til að svara umfjölluninni og segir í Facebook-færslu að lýsingarnar af ferlinu endurspegli alls ekki raunveruleikann og séu í raun alvarlegar ærumeiðingar. Anton segir að drengurinn muni fá greitt fyrir sína vinnu og hafi það komið skýrt fram í samtali við föður hans áður en að færsla hans var birt á samfélagsmiðlum. Skýrt hafi verið tekið fram að enginn af leikurunum ungu sem valdir voru í lokaúrtak gætu gengið að hlutverkinu vísu. Guðmundur Kárason, faðir drengsins, sagði í viðtalinu að aðstandendur hefðu flutt verkefnið til Íslands frá Danmörku og líklega skilið eftir unga leikara þar í sárum. Anton segir það ekki rétt. „Engin sviðin jörð var skilin eftir í Danmörku. Verkefnið var á handritsstigi þegar ákveðið var að flytja það til Íslands,“ segir Anton. Ekki hafi heldur verið brotið á vinnutíma né hvíldartíma barna og samningar og launakjör séu í samræmi við önnur verkefni. Þá segir faðir drengsins að hann hafi verið settur á sérstakt mataræði og skikkaður í líkamsrækt. Anton segir að drengirnir hafi verið beðnir um að borða holla fæðu og halda sig frá skyndibita, sælgæti og gosi. Hlutverkið hafi verið að leika strák sem er í afreksflokki í karate og hafi drengurinn því verið settur í grunnþjálfun í samræmi við það. Guðmundur gagnrýndi einnig að sonur hans hafi verið sendur til fjölskylduráðgjafa til sjálfstyrkingar. Í ljós hafi komið að um væri að ræða móður leikstjórans. „Móðir leikstjórans er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur með margra ára reynslu og sérhæfingu í sjálfstyrkingaraðferðum. Það var skýrt frá byrjun að aðeins væri um að ræða kennslu á einföldum sjálfstyrkingaraðferðum fyrir unga leikarann og foreldrum hans var boðið að vera viðstödd. Ekki kom við sögu nein dáleiðsla eða sálfræði-meðferðarvinna. Um er að ræða fagaðila sem fylgir öllum fagreglum og virðir trúnað milli síns og þeirra sem sækja hennar handleiðslu. Hún hitti einnig leikarana í Hjartasteini, en þau og foreldrar þeirra voru mjög ánægð með hennar framlag, og var hún því talinn besti aðilinn til að leiðbeina nýjum leikurum.“ Sagði í færslu Antons Mána sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar. Faðirinn sagði í Facebook-færslu og seinna í viðtali við Mannlíf að fjórtán ára sonur hans hefði unnið fyrir þá Anton og Guðmund í marga mánuði til þess eins að vera tilkynnt að hann hlyti ekki aðalhlutverkið. Varaði maðurinn, Guðmundur Kárason, við gylliboðum framleiðandanna. Í viðtali við Mannlíf fór hann dýpra í málið og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu skilið eftir sviðna jörð víðar. Sagði Guðmundur að mennirnir kæmust alltaf upp með hegðun sína þar sem enginn segði neitt við henni. „Ég hef aldrei kynnst svona hroka eða yfirgangi. Þessir menn eru íslenskri kvikmyndagerð til háborinnar skammar og ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum,” sagði Guðmundur í viðtali við Mannlíf. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni, segist finna sig knúinn til að svara umfjölluninni og segir í Facebook-færslu að lýsingarnar af ferlinu endurspegli alls ekki raunveruleikann og séu í raun alvarlegar ærumeiðingar. Anton segir að drengurinn muni fá greitt fyrir sína vinnu og hafi það komið skýrt fram í samtali við föður hans áður en að færsla hans var birt á samfélagsmiðlum. Skýrt hafi verið tekið fram að enginn af leikurunum ungu sem valdir voru í lokaúrtak gætu gengið að hlutverkinu vísu. Guðmundur Kárason, faðir drengsins, sagði í viðtalinu að aðstandendur hefðu flutt verkefnið til Íslands frá Danmörku og líklega skilið eftir unga leikara þar í sárum. Anton segir það ekki rétt. „Engin sviðin jörð var skilin eftir í Danmörku. Verkefnið var á handritsstigi þegar ákveðið var að flytja það til Íslands,“ segir Anton. Ekki hafi heldur verið brotið á vinnutíma né hvíldartíma barna og samningar og launakjör séu í samræmi við önnur verkefni. Þá segir faðir drengsins að hann hafi verið settur á sérstakt mataræði og skikkaður í líkamsrækt. Anton segir að drengirnir hafi verið beðnir um að borða holla fæðu og halda sig frá skyndibita, sælgæti og gosi. Hlutverkið hafi verið að leika strák sem er í afreksflokki í karate og hafi drengurinn því verið settur í grunnþjálfun í samræmi við það. Guðmundur gagnrýndi einnig að sonur hans hafi verið sendur til fjölskylduráðgjafa til sjálfstyrkingar. Í ljós hafi komið að um væri að ræða móður leikstjórans. „Móðir leikstjórans er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur með margra ára reynslu og sérhæfingu í sjálfstyrkingaraðferðum. Það var skýrt frá byrjun að aðeins væri um að ræða kennslu á einföldum sjálfstyrkingaraðferðum fyrir unga leikarann og foreldrum hans var boðið að vera viðstödd. Ekki kom við sögu nein dáleiðsla eða sálfræði-meðferðarvinna. Um er að ræða fagaðila sem fylgir öllum fagreglum og virðir trúnað milli síns og þeirra sem sækja hennar handleiðslu. Hún hitti einnig leikarana í Hjartasteini, en þau og foreldrar þeirra voru mjög ánægð með hennar framlag, og var hún því talinn besti aðilinn til að leiðbeina nýjum leikurum.“ Sagði í færslu Antons Mána sem lesa má í heild sinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira