Hvetur konur til að vera duglegri að bóka Valaskjálf Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2020 14:59 Veggspjaldið umrædda, þar sem tónlistarkarlarnir sjást allir samankomnir. Valaskjálf Eigandi hótelsins Valaskjálfar á Egilsstöðum, þar sem til stendur að halda ferna tónleika um verslunarmannahelgina, kveðst harma það að engar konur komi fram á hótelinu þá helgi. Hann bendir þó á að ekki sé um tónlistarhátíð að ræða heldur ferna tónleika, sem tónlistarmennirnir sjálfir hafi haft frumkvæði að því að bóka. Eigandinn hvetur tónlistarkonur eindregið til að bóka sig á tónleika á Valaskjálf. Umræddir tónleikar eru á dagskrá frá fimmtudags- til sunnudagskvölds á hótel Valaskjálf. Á tónleikunum munu Dúndurfréttir, Emmsé Gauti, Ljótu hálfvitarnir og tvíeykið Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson stíga á stokk. Semsagt, fjölmennt lið karlmanna en engin kona. Auglýsing fyrir tónleikaröðina, þar sem sjá má alla listamennina samankomna, vakti nokkra athygli – og gagnrýni – á samfélagsmiðlum eftir að hún komst í dreifingu í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. flottir strákarnirnei samt hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur? pic.twitter.com/Ei92dKmqbB— bebbi 💅🏻 (@Bergrun) July 21, 2020 Lélegt „PR“ Þá sendir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og meðlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra, aðstandendum tónleikanna pillu á Facebook í gær. „Æi ég hefði verið svo til í að fara austur um Verslunarmannahelgina, en ég er með píku! Oh well...“ skrifar hún. Þá áréttar hún í athugasemdum við færslu sína að hún sé ekki að tjá sig hér sem tónlistarkona heldur tónleikagestur. „Mér finnst persónulega hundleiðinlegt á tónlistarviðburðum þar sem listamennirnir eru allir hvítir karlmenn á sama aldri. Þegar það er fjölskylduskemmtun, verð ég bara smá sorgmædd í þokkabót. Finnst þetta líka bara lélegt PR. Það er 2020, finnst alveg að það megi drulla yfir tónleikahaldara sem drulla upp á bak,“ skrifar Þuríður Blær. Harmar að engin kona hafi bókað sig Þráinn Lárusson eigandi Valaskjálfar segir í samtali við Vísi að ekki sé um tónlistarhátíð að ræða heldur röð tónleika, sem tónlistarmennirnir sjálfir hafi bókað. „Þetta er ekki tónlistarhátíð. Valaskjálf er staður eins og Græni hatturinn [tónleikastaður á Akureyri] og fólk bókar tónleika hjá okkur. Þarna bóka þessir aðilar tónleika hjá okkur, sem þeir halda sjálfir og selja sjálfir inn á. Við erum ekki söluaðilar inn á tónleikana einu sinni. Ég segi ekkert nei við neinn sem vill spila. Valaskjálf er opin öllum tónlistarmönnum sem vilja koma að spila, hvort sem það eru karlar eða konur. Þessir aðilar óskuðu eftir að fá að spila á þessum dögum,“ segir Þráinn. „Ég á sjálfsagt skömmina að láta grafíker búa til þetta plakat. Við erum þrjú sem sitjum í stjórn sem samþykkjum svona hluti, þar af eru tvær konur. Og ekkert okkar var að spá í þetta sérstaklega.“ Þá segir Þráinn að hann vilji ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að engar konur spili á Valaskjálf um verslunarmannahelgina. „Ég harma það. Og ég hefði svo gjarnan viljað að einhver kona hefði bókað sig inn á þessa helgi líka. En það varð ekki. En það eru til dæmis allar helgar lausar í ágúst nema ein. Ef kvenfólk vill koma að halda tónleika þá eru nær allar helgarnar í ágúst lausar og fólki er guðvelkomið að hafa samband.“ Þannig að konur þurfa að vera duglegri að bóka tónleika á Valaskjálf? „Já, ég bara hvet konur til að vera duglegri. […] Ég hvet konur eindregið til að óska eftir að halda tónleika,“ segir Þráinn. Ójöfn kynjahlutföll á tónlistarviðburðum ýmiss konar hafa ítrekað verið til umræðu síðustu ár. Þannig hafa skipuleggjendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda nokkrum sinnum þurft að svara fyrir hátt hlutfall karlflytjenda á hátíðinni í gegnum tíðina. Tónlistarviðburðir um verslunarmannahelgina eru af öllu skornari skammti en venjulega vegna faraldurs kórónuveiru. Þegar litið er yfir sviðið má þó sjá að engar konur eru heldur bókaðar á Græna hattinum á Akureyri yfir verslunarmannahelgina en þar munu hljómsveitirnar Dúndurfréttir, Sóldögg og Ljótu hálfvitarnir stíga stokk. Á Innipúkanum, tónlistarhátíð í miðbæ Reykjavíkur, eiga konur hlut í sex af tólf staðfestum atriðum. Fljótsdalshérað Tónlist Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Eigandi hótelsins Valaskjálfar á Egilsstöðum, þar sem til stendur að halda ferna tónleika um verslunarmannahelgina, kveðst harma það að engar konur komi fram á hótelinu þá helgi. Hann bendir þó á að ekki sé um tónlistarhátíð að ræða heldur ferna tónleika, sem tónlistarmennirnir sjálfir hafi haft frumkvæði að því að bóka. Eigandinn hvetur tónlistarkonur eindregið til að bóka sig á tónleika á Valaskjálf. Umræddir tónleikar eru á dagskrá frá fimmtudags- til sunnudagskvölds á hótel Valaskjálf. Á tónleikunum munu Dúndurfréttir, Emmsé Gauti, Ljótu hálfvitarnir og tvíeykið Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson stíga á stokk. Semsagt, fjölmennt lið karlmanna en engin kona. Auglýsing fyrir tónleikaröðina, þar sem sjá má alla listamennina samankomna, vakti nokkra athygli – og gagnrýni – á samfélagsmiðlum eftir að hún komst í dreifingu í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. flottir strákarnirnei samt hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur? pic.twitter.com/Ei92dKmqbB— bebbi 💅🏻 (@Bergrun) July 21, 2020 Lélegt „PR“ Þá sendir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og meðlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra, aðstandendum tónleikanna pillu á Facebook í gær. „Æi ég hefði verið svo til í að fara austur um Verslunarmannahelgina, en ég er með píku! Oh well...“ skrifar hún. Þá áréttar hún í athugasemdum við færslu sína að hún sé ekki að tjá sig hér sem tónlistarkona heldur tónleikagestur. „Mér finnst persónulega hundleiðinlegt á tónlistarviðburðum þar sem listamennirnir eru allir hvítir karlmenn á sama aldri. Þegar það er fjölskylduskemmtun, verð ég bara smá sorgmædd í þokkabót. Finnst þetta líka bara lélegt PR. Það er 2020, finnst alveg að það megi drulla yfir tónleikahaldara sem drulla upp á bak,“ skrifar Þuríður Blær. Harmar að engin kona hafi bókað sig Þráinn Lárusson eigandi Valaskjálfar segir í samtali við Vísi að ekki sé um tónlistarhátíð að ræða heldur röð tónleika, sem tónlistarmennirnir sjálfir hafi bókað. „Þetta er ekki tónlistarhátíð. Valaskjálf er staður eins og Græni hatturinn [tónleikastaður á Akureyri] og fólk bókar tónleika hjá okkur. Þarna bóka þessir aðilar tónleika hjá okkur, sem þeir halda sjálfir og selja sjálfir inn á. Við erum ekki söluaðilar inn á tónleikana einu sinni. Ég segi ekkert nei við neinn sem vill spila. Valaskjálf er opin öllum tónlistarmönnum sem vilja koma að spila, hvort sem það eru karlar eða konur. Þessir aðilar óskuðu eftir að fá að spila á þessum dögum,“ segir Þráinn. „Ég á sjálfsagt skömmina að láta grafíker búa til þetta plakat. Við erum þrjú sem sitjum í stjórn sem samþykkjum svona hluti, þar af eru tvær konur. Og ekkert okkar var að spá í þetta sérstaklega.“ Þá segir Þráinn að hann vilji ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að engar konur spili á Valaskjálf um verslunarmannahelgina. „Ég harma það. Og ég hefði svo gjarnan viljað að einhver kona hefði bókað sig inn á þessa helgi líka. En það varð ekki. En það eru til dæmis allar helgar lausar í ágúst nema ein. Ef kvenfólk vill koma að halda tónleika þá eru nær allar helgarnar í ágúst lausar og fólki er guðvelkomið að hafa samband.“ Þannig að konur þurfa að vera duglegri að bóka tónleika á Valaskjálf? „Já, ég bara hvet konur til að vera duglegri. […] Ég hvet konur eindregið til að óska eftir að halda tónleika,“ segir Þráinn. Ójöfn kynjahlutföll á tónlistarviðburðum ýmiss konar hafa ítrekað verið til umræðu síðustu ár. Þannig hafa skipuleggjendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda nokkrum sinnum þurft að svara fyrir hátt hlutfall karlflytjenda á hátíðinni í gegnum tíðina. Tónlistarviðburðir um verslunarmannahelgina eru af öllu skornari skammti en venjulega vegna faraldurs kórónuveiru. Þegar litið er yfir sviðið má þó sjá að engar konur eru heldur bókaðar á Græna hattinum á Akureyri yfir verslunarmannahelgina en þar munu hljómsveitirnar Dúndurfréttir, Sóldögg og Ljótu hálfvitarnir stíga stokk. Á Innipúkanum, tónlistarhátíð í miðbæ Reykjavíkur, eiga konur hlut í sex af tólf staðfestum atriðum.
Fljótsdalshérað Tónlist Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira