Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mætti í Brennsluna á dögunum í yfirheyrslu og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum.
Þar kom í ljós hvaða matur væri hans uppáhalds, hvaða Íslendingur væri fyndnastur, ef hann væri með blæti fyrir einhverju þá væri það að vera í Fylkisbúningnum í vinnunni og Dagur er með eina fíkn og það er kaffi.
Það versta sem Dagur hefur smakkað eru engisprettur. Hér má sjá þetta skemmtilega spjall.