Smit með mótefnum ekki lengur talin með í heildarfjölda smita Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 10:20 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira