Kanye West hélt óhefðbundinn stuðningsmannafund Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 07:24 Þrátt fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við Donald Trump áður hefur Kanye West gefið það út að hann muni bjóða sig fram gegn honum í forsetakosningunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05