Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 18:16 Um er að ræða Lettland annars vegar og Eistland hins vegar. Getty/NurPhoto Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira