„Tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 21:55 ASÍ hafnar lögskýringum hæstaréttarlögmanns um að ákvörðun Icelandair hafi verið neyðarréttarlegs eðlis. Vísir/Baldur Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar. Icelandair Kjaramál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira