Biskup braut jafnréttislög Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 14:44 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“ Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“
Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira