Biskup braut jafnréttislög Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 14:44 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“ Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“
Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira