Innlent

Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar

Jakob Bjarnar skrifar
Niður hlíðina, fyrir ofan heimili Teits, koma nú niður stóreflis björg.
Niður hlíðina, fyrir ofan heimili Teits, koma nú niður stóreflis björg.

„Svona var þetta á Hjallaveginum fyrir nokkrum mínútum,“ segir Teitur Magnússon vélamaður á Ísafirði og birtir myndband á Facebooksíðu sinni þar sem sjá má hvar stór björg koma á fleygiferð niður hlíðina. Sem er fyrir ofan húsið hans.

„Jájá, þetta er svona norðan hvellur,“ segir Teitur pollrólegur. En það eru margir slegnir sem séð hafa myndbandið því þar virðast ógnarkraftar að verki. Svakalegar hamfarir. En Hjallavegur er í Ísafjarðarbæ þannig að þetta er bara skammt frá bænum.

„Þetta stoppar nú sem betur fer svona fimmtíu til hundrað metrum hér fyrir ofan. Ég hef búið hér í 13 ár og þetta gerist reglulega. Alltaf smá grjóthrun hérna,“ segir Teitur.

Hann segir svo frá að hann hafi heyrt drunur og farið út á svalir. Og þá blasti þetta við.

„Ég dró upp símann og tók vídeó af þessu. Við höfum verið að fylgjast með þessu. Lækur sem er hér fyrir ofan var orðinn brúnn. Þá kemur ekkert á óvart þó það komi grjót hér niður.“

Það sem gerist í vatnsveðri og roki eins og nú er að jarðvegurinn losnar og þar með björg sem rúlla þá niður hlíðina. „Losnar um,“ segir Teitur.

Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar

„Svona var þetta á Hjallaveginum fyrir nokkrum mínútum,“ segir Teitur Magnússon vélamaður á Ísafirði og birtir myndband á Facebooksíðu sinni þar sem sjá má hvar stór björg koma á fleygiferð niður hlíðina. Sem er fyrir ofan húsið hans.

„Jájá, þetta er svona norðan hvellur,“ segir Teitur pollrólegur. En það eru margir slegnir sem séð hafa myndbandið því þar virðast ógnarkraftar að verki. Svakalegar hamfarir. En Hjallavegur er í Ísafjarðarbæ þannig að þetta er bara skammt frá bænum.

Teitur Magnússon er pollrólegur þó flestum sem sjá myndband hans af björgunum sem koma á fleygiferð niður hlíðina standi hreint ekki á sama.

„Þetta stoppar nú sem betur fer svona fimmtíu til hundrað metrum hér fyrir ofan. Ég hef búið hér í 13 ár og þetta gerist reglulega. Alltaf smá grjóthrun hérna,“ segir Teitur.

Hann segir svo frá að hann hafi heyrt drunur og farið út á svalir. Og þá blasti þetta við.

„Ég dró upp símann og tók vídeó af þessu. Við höfum verið að fylgjast með þessu. Lækur sem er hér fyrir ofan var orðinn brúnn. Þá kemur ekkert á óvart þó það komi grjót hér niður.“

Það sem gerist í vatnsveðri og roki eins og nú er að jarðvegurinn losnar og þar með björg sem rúlla þá niður hlíðina. „Losnar um,“ segir Teitur. Og að björgin komi úr Gleiðarhjöllum sem eru ofan Ísafjarðabæjar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.