Kemst hjá verðhækkun á salati með nýjum tækjabúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 20:23 Hafberg Þórisson er eigandi Lambhaga. BALDUR HRAFNKELL Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs. Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs.
Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira