Innlent

Sigríður Thorlacius í stökustu vandræðum í faraldrinum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Söngkonan Sigga og vandræði hennar í faraldrinum eru í fyrirrúmi í myndbandinu.
Söngkonan Sigga og vandræði hennar í faraldrinum eru í fyrirrúmi í myndbandinu. skjáskot

Sigríður Thorlacius söngkona fer með aðalhlutverkið í nýju kynningarmyndbandi um áhrif kórónuveirunnar á íslenskan tónlistariðnað. Myndbandið er frumsýnt á Vísi og má sjá í spilaranum hér að neðan. Það er gefið út samhliða skýrslu um sama efni, sem kynnt var í lok síðasta mánaðar.

Rétt eins og skýrslan þá varpar myndbandið ljósi á þau afleiddu störf sem fylgja lifandi tónlistarflutningi á Íslandi. Samkomubann og félagsforðun hafi ekki aðeins áhrif á tónlistarmanninn sjálfan heldur allt hans fylgdarlið; hljóðfæraleikara, tæknifólk hvers konar, auglýsendur, miðasölufyritæki og svo mætti lengi áfram telja.

Vandræði söngkonunnar Siggu í myndbandinu eru þannig sögð lýsandi fyrir þá stöðu sem myndaðist í íslensku tónlistarlífi eftir innleiðingu samkomutakmarkana um miðjan mars. Tónleikahald hafi að mestu legið niðri síðan þá og gera aðstandendur skýrslunnar ráð fyrir að langt sé í að það nái sér aftur á strik.

„Þörf er á hnitmiðuðum stuðningi gagnvart framleiðendum, tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónlistarfólki, tæknifólki, umboðsmönnum o.fl. - ef ekki á illa að fara,“ segir í lok myndbandsins og kallað eftir sértækum aðgerðum.

Myndbandið má sjá hér að neðan en að því standa standa ÚTÓN, Tónlistarborgin Reykjavík, STEF, FÍH, SFH og FHF. Skýrsluna um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað má nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.