Lífið

Herra Hnetusmjör gefur út reggí lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumarsmellur kominn út frá Herra Hnetusmjör. 
Sumarsmellur kominn út frá Herra Hnetusmjör. 

Herra Hnetusmjör mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að frumflytja nýtt lag en það verður gefið út á miðnætti í kvöld.

Um er að ræða sumarlag sem Herra Hnetusmjör segir að sé algjört Bylgjulag eins og hann orðaði í viðtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Heimi Karlsson á Bylgjunni í morgun.

Lagið nýja ber heitið Stjörnurnar en Herra Hnetusmjör stendur fyrir sitjandi tónleikum 19. september í Háskólabíó.

Hér að neðan má hlusta á lagið sem er í raun reggí lag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.