Innlent

Sau­tján vélar til Kefla­víkur í dag

Sylvía Hall skrifar
Tíu af þeim sautján vélum sem lenda í dag falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis.
Tíu af þeim sautján vélum sem lenda í dag falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm

Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti.

Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista.

Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands.

Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis.

Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga.

Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.