Innlent

„Það er eitthvað plebbalegt við þetta“

Jakob Bjarnar skrifar
Egill spyr sig hvort hin erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé til að auglýsa Ísland meðal erlendra ferðamanna, sé í tómu rugli? Og svarið liggur í ópinu.
Egill spyr sig hvort hin erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé til að auglýsa Ísland meðal erlendra ferðamanna, sé í tómu rugli? Og svarið liggur í ópinu.

Egill Helgason sjónvarpsmaður spyr sig hvort hin stóra erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé fyrir að byggja upp ímynd Íslands erlendis, sé í tómu rugli.

Vísir greindi fyrr í dag frá því að sjö hátölurum hafi, af Íslandsstofu, verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum.

 Hátölurunum var komið fyrir af Íslandsstofu sem segir að Íslendingar eigi þrátt fyrir öskrið ekki að þurfa að óttast að þau skemmi sumarfríið þeirra - „þar sem hljóðstyrknum er stillt í hóf.“

Agli hugnast þetta engan veginn og lætur þá skoðun sína í ljós á Facebookvegg sínum. Og spyr:

„Er þetta sniðugt? Einhvern veginn finnst manni að verk þessarar stofu séu alveg úr tengslum við lífið í landinu. Og jú, það er eitthvað plebbalegt við þetta,“ segir sjónvarpsmaðurinn. 

Í athugasemdum má sjá að fjölmargir eru Agli hjartanlega sammála. Til að mynda Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri með meiru sem segir einfaldlega: „Smekkleysi aldarinnar… ég öskra!!!“


Tengdar fréttir

Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur

Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×