Lífið

Kaleo kom fram í þætti Seth Meyers og það á Elliðavatni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorleifur á munnhörpunni og Jökull á gítar. 
Þorleifur á munnhörpunni og Jökull á gítar. 

Í gærkvöldi komu þeir Jökull Júlíusson og Þorleifur Gaukur Davíðsson fram í þættinum Late Night með Seth Meyers. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kaleo kemur fram í þættinum og hefur hljómsveitin spilað í flestum stóru spjallþáttunum vestanhafs. 

Hins vegar eru þættirnir flestir teknir upp á annan hátt þessa dagana og hafa tónlistaratriðin í þáttunum verið með óhefðbundnu sniði.

Lagið sem var flutt í gærkvöldi heitir Break My Baby og kom út fyrr á árinu. Myndbandið var tekið upp á árabát á Elliðavatni í góðu veðri á dögunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.