Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 11:37 Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins. Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins.
Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27