Lífið

Björn Ingi jafnar met Víðis

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Samkvæmt eigin útreikningum getur Björn Ingi slegið fundamet Víðis á fimmtudag.
Samkvæmt eigin útreikningum getur Björn Ingi slegið fundamet Víðis á fimmtudag. Vísir/Vilhelm

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, telur sig vera búinn að sitja jafn marga upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknisembættisins um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Alls hafa verið haldnir 85 slíkir fundir, en Björn Ingi hefur setið 81 þeirra. Síðast sat hann slíkan fund fyrr í dag.

„Held ég sé búinn að jafna Víði og tek framúr honum á fimmtudag. Enginn hefur þá verið viðstaddur fleiri fundi,“ skrifar Björn Ingi. Víðir er nú í viku fríi áður en hann snýr aftur til starfa hjá Almannavörnum og verður því ekki á næsta fundi, sem fer fram á fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×