Terry Crews á Íslandi: „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:54 Crews var alveg til í myndatöku með börnunum. Helga Þórey Júlíusdóttir Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“ Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira