Innlent

Brun­inn á Bræðr­a­borg­ar­stíg: Grun­ur um að elds­neyt­i hafi ver­ið aus­ið á gang­inn áður en kveikt var í

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Grunur er um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn á Bræðraborgarstíg áður en kveikt var í húsinu.
Grunur er um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn á Bræðraborgarstíg áður en kveikt var í húsinu. Vísir/Vilhelm

Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þrír létust í brunanum. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og miðar vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Karlmaður á sjötugsaldri sem bjó í húsinu var á dögunum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa kveikt í húsinu. Heimildir fréttastofu herma að lögregla hafi fundið merki um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn í húsinu og svo hafi verið kveikt í.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um þetta við fréttastofu. Hann sagði þó að verið sé að flýta rannsókn málsins eins og kostur er og stefnt sá að því að henni verði lokið í byrjun ágúst.

Þrír létust í brunanum og einn er enn á gjörgæslu. Fólkið sem lést voru pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri sem störfuðu hér á landi. Mikil sorg og reiði hefur ríkt í hverfinu eftir brunanna. Íbúar hafa sagt að þeir hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna aðstæðna í húsinu sem hafi verið illa farið og að brunavörnum hafi verið ábótavant.


Tengdar fréttir

Um­boðs­maður óskar eftir gögnum vegna brunans

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar.

Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna

Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg

Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.