Umboðsmaður óskar eftir gögnum vegna brunans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2020 16:15 Frá vettvangi brunans á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira