95 prósent umsækjenda um alþjóðlega vernd eru barnafjölskyldur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2020 20:00 Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að landamærin opnuðu um miðjan júní. Vísir/Vilhelm Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“ Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“
Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32
Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41