Lífið

Nökkvi fastaði í fimm daga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nökkvi á og rekur fyrirtækið Swipe Club.
Nökkvi á og rekur fyrirtækið Swipe Club.

Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar mætti í Brennsluna á FM 957 í gær og ræddi þar um fimm daga föstu sem hann lauk við á laugardaginn. Þar á undan fór Nökkvi út á landi og var einn í sjö daga án þess að vera með símann og aðeins einn með sjálfum sér. Hann kallar slíka viku, þakkarvikuna.

„Þetta er það mesta sem ég hef gert, klárlega,“ segir Nökkvi.

„Ég hef alltaf haft mikinn á huga á þessum pælingum. Ég er að gera þetta fyrir heilsuna og maður fær mjög mikið út úr þessu. Því meira sem ég veit hvað þetta hefur góð áhrif á mig, því auðveldara er að vera agaður við sig.“

Hann segist ekki fasta til að missa einhver kíló.

„Það halda margir að þetta tengist eitthvað útlitinu en þarna fá frumur rými til þess að endurnýjast. Maður er ekki að gera þetta til að missa kíló. Ég hef lesið það einhverstaðar að eftir fimm daga föstu er maður hærri í fituprósentu.“

Hér að neðan má heyra viðtalið við Nökkva.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.