Innlent

Ekkert innanlandssmit í 10 daga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.
Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/einar

Þrjú smit greindust á landamærunum í gær en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort þau séu virk eða gömul. Tekin voru rúmlega 2100 sýni í gær og hafa Íslendingar nú tekið meira en 100 þúsund sýni frá upphafi faraldursins. Ekkert smit hefur greinst innanlands í 10 daga. 

Mikill meirihluti þeirra 79 smita sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní voru gömul, þ.e. einstaklingarnir voru með mótefni við veirunni og ekki taldir smita út frá sér. Eins og tölfræðin hér að neðan ber með sér voru virku smitin 12 tólf talsins, eða um 15 prósent heildarfjöldans.

Frá 28. febrúar hafa 1900 manns greinst með smit hér á landi og eru 15 manns í einangrun sem stendur. Það er sami fjöldi og var smitaður 3. mars, eða við upphaf fyrstu bylgju faraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.