Innlent

Hnúfubakar sýna sig í Húnafirði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hnúfubakarnir virtust hafa fundið mikið æti að sögn Höskuldar.
Hnúfubakarnir virtust hafa fundið mikið æti að sögn Höskuldar. Youtube/skjáskot

Það var mikið sjónarspil á Húnafirði í morgun þegar hópur hnúfubaka skaut upp kollinum í Húnafirði. Höskuldur Birkir Erlingsson, áhugaljósmyndari, náði skemmtilegu myndbandi af hvölunum og segir hann í samtali við fréttastofu að mikið um æti hafi verið í firðinum fyrst þeir hafi leitað þangað inn.

„Það er greinilega búið að vera mikið um einhverskonar æti hérna inni á Húnaflóa og hér í kring hjá okkur. Við höfum séð mikið af síli og þá fylgir því yfirleitt hvalur,“ segir Höskuldur. „Núna síðustu daga hef ég sé að það hefur verið töluvert af hval, þetta er hnúfubakur.“

Vel hafi viðrað í morgun en það var blankalogn við Húnafjörð og ákvað Höskuldur þá að fljúga drónanum sínum yfir fjörðinn. Hann hafi þá náð þessu glæsilega myndefni af hvölunum

Mikið hafi verið um hvali í firðinum síðustu daga. Höskuldur hefur verið búsettur á Blönduósi í tuttugu ár og segist hann sjaldan hafa sé svo mikið af hvölum í firðinum. „Þeir koma og fara og ég myndi segja að hérna hjá okkur er þetta eitthvað sem við sjáum ekki dags daglega. Ekki eins og er inni á Húsavík og á Steingrímsfirði og víðar, en alltaf annað slagið sér maður þá koma.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.