Halldór Blöndal minnist forsætisráðherrahjónanna: „Þau voru yndisleg hjónin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 20:27 Halldór Blöndal við minningarathöfnina á Þingvöllum í dag. Vísir „Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“ Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
„Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“
Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30