Halldór Blöndal minnist forsætisráðherrahjónanna: „Þau voru yndisleg hjónin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 20:27 Halldór Blöndal við minningarathöfnina á Þingvöllum í dag. Vísir „Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“ Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“
Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30