Vill heimila rafhlaupahjól á götum þar sem hámarkshraði er lágur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2020 20:00 Eyþór Máni Steinarsson er rekstrarstjóri Hopps. BALDUR HRAFNKELL Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór. Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór.
Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira