Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júlí 2020 19:30 Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti. Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti.
Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent