Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 14:10 Háskólinn á Akureyri mun veita öllum umsækjendum með stúdentspróf skólavist. Háskólinn á Akureyri Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30