Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 10:12 Þorvaldur Flemming Jensen Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst. „Það eru ekki komnar leiðbeiningar svo þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Ég er svolítið spenntur að sjá hvernig þetta fer með þessa skimun á íslenskum ríkisborgurum sem eru að koma til Íslands og hvernig þeir eiga að haga sér,“ sagði Þorvaldur í samtali við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þorvaldur ætlaði upphaflega að koma til landsins ásamt fjölskyldunni sinni og verja hér á landi einni viku. Fjögurra daga sóttkví er þó talsverður hluti af því fríi sem fjölskyldan hafði hug á. Því hefur ferðaáætlunum verið breytt. Þorvaldur sagðist hafa leigt sér húsbíl og ætlaði sér að halda á Vestfirði. Þorvaldur nefndi þar Hornstrandir en ætla má að hann hafi átt við Strandir enda ekki fært bílum á Hornstrandir. „Fyrst í húsbílnum einangraður með fjölskyldunni og svo ætla ég að reyna að finna mér bústað einhvers staðar á Suðurlandi.“ Þorvaldur sendi svo út hjálparkall í gegnum útvarpið og óskaði eftir sumarbústað til leigu. Þorvaldur sagði andrúmsloftið í Danmörku vera svipað og hér á landi. Danir séu byrjaðir að ferðast og þá að mestu innanlands. Nokkrir séu þó farnir að fara út fyrir landsteinana. „ Þetta eru þessar styttri ferðir og staðir sem að fólk þekkir en það er langmest í Danmörku,“ sagði Þorvaldur Flemming í samtali við Bítið á Bylgjunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira