Fótbolti

Búið að draga í Evrópudeildinni | Man Utd mætir Başakşehir eða Kaupmannahöfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Man Utd er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Man Utd er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Franz Kirchmayr/Getty Images

Dregið var í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. Enska liðið Manchester United mætir İstanbul Başakşehir eða FC Kaupmannahöfn.

Líkt og Meistaradeild Evrópu verður breytt snið á fyrirkomulagi keppninnar. Munu allir leikirnir fara fram á sama stað og aðeins verður leikinn einn leikur í stað tveggja. 

Enn á eftir að klára nokkra leiki í 16-liða úrslitum.

Sigurvegarinn úr rimmu grísku meistaranna Olympiacos - sem Ögmundur Kristinsson gengur til liðs við í sumar - og Wolverhampton Wanderers mæta annað hvort Sevilla eða Roma. Síðastnefndu liðin náðu aldrei að leika fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum og því leika þau einn leik um hvort félagið kemst áfram. 

Inter Milan eða Getafe mæta að öllum líkindum Bayer Leverkusen en þýska félagið vann Rangers 3-1 á útivelli í fyrri leik liðanna.  Þá mætir Basel - sem vann 3-0 sigur Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna - annað hvort Shakhtar Donetsk eða Wolfsburg. 

Shakhtar leiða 2-1 eftir fyrri leik liðanna.

Í undanúrslitum mætir eitt af þessum fjórum liðum: Olympiacos, Wolves, Sevilla eða Roma einu af Manchester United, İstanbul Başakşehir eða FC Kaupmannahöfn.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Inter, Getafe, Rangers eða Leverkusen einu af eftirtöldum liðum: Wolfsburg, Shakhter, Basel eða Frankfurt.

Allir leikirnir sem eftir eru í Evrópudeildinni fara fram í Þýskalandi. Úrslitaleikurinn fer fram í Köln þann 21. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.