Lífið

Jennifer Aniston segist aldrei hafa geta hrist Rachel af sér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aniston hefur ávallt upplifað að hún þurfi að sanna sig meira sem leikkona og að hún geti vissulega leikið annan karakter en Rachel í Friends.
Aniston hefur ávallt upplifað að hún þurfi að sanna sig meira sem leikkona og að hún geti vissulega leikið annan karakter en Rachel í Friends.

Leikkonan Jennifer Aniston en án efa þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum vinsælu Friends.

Þar fór hún með hlutverk Rachel Green í tíu ár eða frá árinu 1994-2004. Hún segist aldrei geta hrist Rachel Green af sér.

„Þetta var alltaf í sjónvarpinu og ég var bara þekkt fyrir það að vera Rachel í Friends. Hættið að sýna þessa helvítis þætti. Ég hef í raun stanslaust þurft að sanna fyrir öllum í þessum bransa að ég get leikið annan karakter,“ segir Aniston í samtali við aðra leikara hjá miðlinum Hollywood Reporter í fjarsamtali.

  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.