Fótbolti

Hjörtur lék allan leikinn í stórsigri Bröndby

Ísak Hallmundarson skrifar
Hjörtur í hinum fallega gula Bröndby búningi.
Hjörtur í hinum fallega gula Bröndby búningi. getty/Lars Ronbog

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörninni hjá Bröndby þegar liðið sigraði Nordsjælland 4-0 í dönsku úrvalsdeildinni. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir AGF í 1-0 tapi fyrir Álaborg.

Simon Tibbling gaf Bröndby forystuna strax á 14. mínútu. Það var hinsvegar Mikael Uhre sem stal senunni en hann skoraði þrennu í leiknum, fyrsta mark hans kom á 19. mínútu og hann bætti síðan tveimur við á 84. og 88. mínútu. 4-0 sigur Bröndby staðreynd og eru Hjörtur og félagar nú í 4. sæti með 51 stig, sex stigum á eftir AGF í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. 

AGF tapaði einmitt fyrir liði Álaborg á sama tíma en Jón Dagur Þorsteinsson spilaði allan leikinn fyrir AGF. Lokatölur í þeim leik 1-0 þar sem Frederik Borsting gerði eina mark leiksins á 38. mínútu. Nicolai Poulsen, liðsmaður AGF, fékk að líta rauða spjaldið á 51. mínútu og AGF því manni færri í um 40 mínútur. Jón Dagur fékk gult spjald á 79. mínútu. 

AGF eru eins og áður segir í þriðja sætinu, sex stigum á undan Bröndby, en þriðja sætið veitir þátttökurétt í Evrópudeildinni. Álaborg er í fimmta sæti, níu stigum á eftir AGF.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.