Innlent

Mun líklega mæla með því að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eflaust einhverjir sem fagna tíðindum um að til skoðunar sé að lengja opnunartíma veitinga- og skemmtistaða.
Eflaust einhverjir sem fagna tíðindum um að til skoðunar sé að lengja opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að hann muni áfram mæla með 500 manna hámarksfjölda á fjöldasamkomum út ágústmánuð. Hins vegar er til skoðunar að rýmka opnunartíma veitinga- og skemmtistaða fyrir næstu mánaðamót.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar sagði Þórólfur að hann hefði ekki áform um að mæla með að rýmka reglur um hámarksfjölda á fjöldasamkomum.

„Reglurnar eru núna 500 manna hámark og ég tel óráðlegt að auka það að sinni og tel því líklegt að ég muni mæla áfram með 500 manna hámarki út ágústmánuð,“ sagði Þórólfur.

Hins vegar er til skoðunar að rýmka reglur um opnunartíma skemmti- og veitingastaða og lengja þann tíma sem þessir staðir mega hafa opið. Sagði Þórólfur einnig að þar væri horft til þess að lengja opnunartímann til klukkan 24 eða 01.

„Það er hins vegar til skoðunar af minni hálfu að mæla með því að lokunartími skemmtistaða og veitingastaða verði rýmkaður frá ellefu að kvöldi og líklega mun ég gera það fyrir næstu mánaðamót,“ sagði Þórólfur en það er heilbrigðisráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um slíkt, byggða á ráðleggingum sóttvarnalæknis



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×