Innlent

Hægt að sækja um stuðningslán

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stuðningslánin eru eitt útspila stjórnvalda vegna kórónuveiruþrenginganna. Frá upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar 21. mars síðastliðinn. 
Stuðningslánin eru eitt útspila stjórnvalda vegna kórónuveiruþrenginganna. Frá upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar 21. mars síðastliðinn.  vísir/vilhelm

Stjórnendur fyrirtækja geta nú sótt um hin svokölluðu stuðningslán í gegnum vefinn Island.is. Markmið með stuðningslánum er að „viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum með því að styðja við minni rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar,“ eins og það er orðað á vef Seðlabankans.

Í orðsendingu stjórnvalda er tilgreint að stuðningslán geti numið allt að 10 prósentum af tekjum fyrirtækis á rekstrarárinu 2019 en lán til hvers fyrirtækis getur að hámarki numið 40 milljónum króna. Full ríkisábyrgð er veitt upp að 10 milljónum og 85 prósent ríkisábyrgð umfram það, en markmiðið er að tryggja að stuðningslán verði veitt á lágmarksvöxtum. Er lánunum því ekki síst ætlað að styðja við smærri og meðalstór fyrirtæki.

Seðlabankinn undirritaði samning um stuðningslánin við Arion banka, Kviku banka, Landsbankann og Íslandsbanka þann 24. júní síðastliðinn. Fyrirtæki fái því lánin afgreidd hjá sínum viðskiptabanka.

Frekar upplýsingar um skilyrði og kvaðir lánanna má nálgast í hlekkjunum hér að neðan.

Umsóknir ásamt upplýsingum um stuðningslánin

Lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveru

Reglugerð um stuðningslánAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.