Innlent

Rannsókn á máli lektorsins lokið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara nú í vetur.
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara nú í vetur. Vísir/Nadine

Rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors við Háskóla Íslands er lokið. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Karli Steinari Valssyni yfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Karl Steinar segir í samtali við Ríkisútvarpið að málið sé nú hjá ákærusviði, þar sem tekin verði ákvörðun um hvort ákært verði í málinu.

Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags í fyrra og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember.

Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en kröfu þess efnis var hafnað í bæði héraðsdómi og Landsrétti. Kristján Gunnar hefur verið laus síðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.