Innlent

Lögregla segir að rannsóknin sé í fullum gangi og miði vel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Gunnar var leiddur fyrir dómara þann 29. desember þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur staðfesti niðurstöðuna í dag.
Kristján Gunnar var leiddur fyrir dómara þann 29. desember þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur staðfesti niðurstöðuna í dag. Vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og lektors við Háskóla Íslands, í fullum gangi. Þá miði henni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu í kjölfar niðurstöðu Landsréttar að hafna kröfu lögreglu um frekara gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari.

Lögregla segist í tilkynningunni hafa gert kröfuna um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningurinn héldi áfram brotum sínum.

Kristján Gunnar var upphaflega úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald á jóladag í þágu rannsóknar lögreglu á meintri frelsisskerðingu, líkamsárás og kynferðisbrotum gegn þremur konum á þrítugs- og fertugsaldri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×