Innlent

Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Starfsmenn Herjólfs sem eru í Sjómannafélagi Íslands lögðu niður störf í gær.
Starfsmenn Herjólfs sem eru í Sjómannafélagi Íslands lögðu niður störf í gær. Vísir/Vilhelm

Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Félags skipstjórnarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

„Það er grunnkrafa launafólks að fá að semja um sín kjör og beita verkfallsvopninu ef það þarf. Það er öllum ljóst sem þekkja til að á meðan á verkfalli stendur hjá hásetum og þernum mun skipið ekki sigla,“ segir í yfirlýsingunni.

Starfsmenn Herjólfs sem eru í Sjómannafélagi Íslands lögðu niður störf í gær en félagið á í kjaradeilu við Herjólf ohf. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar en skipið siglir þó með hefðbundnu sniði í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.