Barcelona með skyldusigur og felldi nágranna sína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty

Barcelona heldur enn í vonina að ná Real Madrid að stigum á toppi deildarinnar en Börsungar unnu granna sína í Espanyol 1-0 í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Luis Suarez á 56. mínútu en stuttu áður fóru tvö rauð spjöld á loft. Ansu Fati í Barcelona fékk rautt spjald á 50. mínútu og sömuleiðis Pol Lozano í Espanyol á 53. mínútu. 

Barcelona er nú einu stigi á eftir Real Madrid en Real á leik til góða. Barcelona á eftir að spila þrjá leiki á tímabilinu í deildinni.

Espanyol er hinsvegar fallið úr deildinni og situr á botninum með 24 stig. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.