Innlent

Fundu amfetamín, tvo hnífa og öxi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum.
Lögreglan á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Lögregla á Suðurnesjum fann umtalsvert magn af meintu amfetamíni í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði í umdæminu fyrr í vikunni. Einnig fundust tveir hnífar og öxi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að grunur leiki á að fíkniefnasala hafi farið fram á staðnum. Húsráðandi hafi játað brot sitt að hluta við skýrslutöku.

Þá stöðvaði lögregla ökumann í umdæminu með meint LSD í fórum sínum. Hann var ekki með ökuréttindi og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Annar karlmaður sem lögregla hafði afskipti af henti frá sér fíkniefnum þegar hann varð var við að lögreglumenn ætluðu að hafa tal af honum, að því er segir í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.