Máli jeppakallanna lauk með tiltali Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:41 Lögreglan sér ekki fram á að málið fari lengra. Bureko cz Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá. Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá.
Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira