Lífið

Usain Bolt frum­sýnir frum­burðinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kasi Bennet og dóttir þeirra Usain Bolt, Olympia Lightning Bolt.
Kasi Bennet og dóttir þeirra Usain Bolt, Olympia Lightning Bolt. Twitter

Íþróttakappinn og heimsmetahafinn Usain Bolt og kærastan hans og frumkvöðullinn Kasi Bennett deildu í dag myndum af dóttur sinni sem hlaut nafnið Olympia Lightning Bolt. Þetta gerðu þau í tilefni afmælis Kasi og deildi Bolt fallegri kveðju til kærustu sinnar á Twitter og Instagram.

Olympia kom í heiminn þann 17. maí síðastliðinn og er hún frumburður parsins. „Við höfum hafið nýjan kafla með dóttur okkar Olympia Lightning Bolt,“ skrifaði kappinn í kveðjunni.

Kasi deildi einnig myndum af stúlkunni og yfirskrift einnar færslunnar á Instagram var: „Gjöfin mín… Olympia Lightning Bolt.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.