Landspítalinn ætti að ráða við verkefnið Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:20 Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira