Landspítalinn ætti að ráða við verkefnið Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:20 Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira